Keilir ehf. hefur víðtæka reynslu og sérþekkingu við uppsetningu á girðingum og hliðum.
Við höfum sérhæft okkur sérstaklega við uppsetningu og þjónustu á W girðingarefni og öryggishliðum en W lausnirnar eru sérlega vandaðar og koma með fjölbreyttu úrvali af aðgangsstýringum og snjallbúnaði.
Við vinnum verkið frá upphafi til enda þar sem við undirbúum jarðveginn fyrir girðingarstaura, útbúum eða steypum undirstöður undir hlið og stoðir, girðum með girðingargrindum og að lokum setjum upp hlið og allan fylgibúnað.
Hafðu samband og við gerum þér tilboð í girðingar og hlið sem henta þörfum þíns fyrirtækis eða heimilis.